Um okkur

Akureyrarapótek ehf. var stofnað árið 2010 og formlega opnað 13. nóvember 2010. Það er að fullu í eigu lyfjafræðinganna Jónínu Freydísar Jóhannesdóttur og Gauta Einarssonar og þau starfa bæði í apótekinu. Frá upphafi hefur verið stefna eigenda að hafa apótekið vel mannað af vel menntuðu og reyndu starfsfólki. Við opnun voru fastráðnir starfsmenn fjórir - tveir lyfjafræðingar og tveir lyfjatæknar. Í árslok 2020 voru starfsmenn orðnir 12-15 í um 10 stöðugildum. Þar af voru 5 lyfjafræðingar, lyfjatæknir auk þjálfaðra starfsmanna með mikla og góða reynslu af störfum í apóteki. Samanlögð starfsreynsla starfsmanna Akureyrarapóteks hleypur á mörgum áratugum.

Akureyrarapótek er sjálfstætt starfandi apótek, þ.e.a.s. apótekið er ekki hluti af lyfjakeðju. Undanfarin ár hefur fákeppni ríkt í smásölu lyfja á landinu. Akureyrarapótek var m.a. stofnað sem viðleitni til að sporna við þessu. Það er líka skoðun eigenda apóteksins að lyfjaverslanir eigi að vera í eigu lyfjafræðinga sem helst starfi í sínum verslunum sjálfir. Með því móti fara rekstrarhagsmunir og fagleg sjónarmið saman.

Markmið Akureyrarapóteks er að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu. Við bjóðum upp á gott vöruúrval, höfum opið alla daga ársins og bjóðum upp á fría heimsendingu á lyfjum fyrir þá sem eiga erfitt með að sækja okkur heim.

Við hvetjum viðskiptavini til að leita ráða hjá lyfjafræðingi ef spurningar vakna varðandi þeirra lyfjatöku. Hjá okkur er rúmgott viðtalsherbergi þar sem hægt er að ná tali af lyfjafræðingi í einrúmi.

Svæði

Akureyrarapótek  |  Kaupangi v/Mýrarveg  |  Sími 460 9999  |  akap@akap.is  |  Beinn sími fyrir heilbrigðisstarfsfólk 460 9990  | Fax 460 9991