Kaupskilmálar

Kaupskilmálar

Skilmálar

Þessir skilmálar gilda um kaup á vöru og þjónustu Akureyrarapóteks ehf. á vefsvæðinu www.akap.is. Skilmálarnir eru samþykktir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin. Öll viðskipti eru trúnaðarmál og við tryggjum okkar viðskiptavinum örugg viðskipti á netinu.

2. Skilgreiningar

Seljandi er Akureyrarapótek ehf., kt. 690610-1320. Kaupandi er sá sem skráður er kaupandi á reikning. Kaupandi þarf að vera orðinn 16 ára.

3. Skilaréttur

Almennur skilafrestur á vörum er 30 dagar og hægt er að skila vörum í verslun Akureyrarapóteks í Kaupangi v/Mýrarveg. Varan skal vera óskemmd, í upprunalegum umbúðum og kvittun skal fylgja með. Kaupandi ber kostnað við endursendingu á skilavöru nema um galla á vörunni sé að ræða.

Lyfjum er ekki hægt að skila né fá endurgreidd nema um mistök í afgreiðslu Akureyrarapóteks sé að ræða.

4. Sendingarkostnaður

Heimkeyrslur innanbæjar á Akureyri í póstnúmer 600 og 603 eru án endurgjalds þegar send eru heim lyfseðilsskyld lyf.

Sending með Póstinum.  Pakki heim: 1.290 kr., pakki á pósthús eða í póstbox: 990 kr. Ef verslað er fyrir 9.990 kr. eða ef tveir eða fleiri lyfseðlar er pantaðir í einu er sendingin án endurgjalds.

5. Afhendingartími

Sótt í apótek. Pantanir sem eru sóttar í apótek og berast í tæka tíð fyrir lokun eru afgreiddar á opnunartíma apóteksins; kl. 09-18 á virkum dögum, kl. 10-16 á laugardögum og kl. 12-16 á sunnudögum.

Heimkeyrsla á Akureyri. Að jafnaði eru sendingar keyrðar heim 3svar í viku á Akureyri; á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Pantanir sem eru keyrðar heim á Akureyri þurfa að berast fyrir kl. 14 til að komast til viðtakanda samdægurs.

Sendingar með Póstinum. Afhending sendinga með Póstinum eru að jafnaði 2-3 dagar. Pantanir sem berast fyrir kl. 16 eru póstlagðar morguninn eftir.

6. Verð og verðbreytingar

Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Akureyrarapótek áskilur sér rétt til þess að ljúka ekki viðskiptunum ef rangt verð hefur verið gefið upp. Verpbreytingar geta verið fyrirvaralaust vegna rangra upplýsinga eða skráningar. Verðbreytingar sem gerðar eru eftir að pöntun hefur verið staðfest eru ekki afturvirkar nema þær séu tilkomnar vegna innsláttarvillu eða rangrar skráningar.

7. Persónuvernd

Farið er með allar upplýsingar sem seljandi móttekur sem trúnaðarupplýsingar og þær eru aðeins notaðar til að klára viðkomandi viðskipti. Að öðru leiti er vísað í upplýsingar persónuverndaryfirlýsingu Akureyrarapóteks sem má finna á heimasíðu fyrirtækisins.

8. Öryggi

Akureyrarapótek tryggir greiðsluöryggi eins og frekar er unt. Allar greiðslur fara í gegnum örugga greiðslugátt Valitor.

9. Greiðslumöguleikar

Boðið er upp á greiðslu með öllum helstu debet- og kreditkortum.

10. Varnarþing

Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi upp ágreiningur um þá skal málið rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.

11. Upplýsingar um Akureyrarapótek

Akureyrarapótek ehf

Kaupangi v/Mýrarveg

600 Akureyri

Sími: 460-9999

Netfang: akap@akap.is

VSK númer: 105709

Kt.: 690610-1320

Svæði

Akureyrarapótek  |  Kaupangi v/Mýrarveg  |  Sími 460 9999  |  akap@akap.is  |  Beinn sími fyrir heilbrigðisstarfsfólk 460 9990  | Fax 460 9991