Hjartamagnýl 75mg 100stk
427289
Product information
Attachments
Short description
Lagerstaða
Description
Hjartamagnýl inniheldur asetýlsalicýlsýru, sem í lágum skömmtum tilheyrir flokki lyfja sem hindra samloðun blóðflagna
Blóðflögur eru örsmáar frumur í blóðinu sem valda því að blóðið storknar og taka þátt í segamyndun. Þegar blóðtappi myndast í slagæð kemur hann í veg fyrir blóðstreymi og hindrar súrefnisflutning. Þegar þetta gerist í hjartanu getur það valdið hjartaáfalli eða hjartaöng. Í heilanum getur þetta valdið heilablóðfalli.
Hjartamagnýl er tekið til að minnka hættuna á að blóðtappar myndist og fyrirbyggja þannig frekari:
- hjartaáföll
- heilablóðföll
- vandamál í hjarta og æðum hjá sjúklingum með hjartaöng (tegund brjóstverkja) sem er í jafnvægi eða óstöðug.
Hjartamagnýl er einnig notað til að koma í veg fyrir myndun blóðtappa eftir ákveðnar tegundir hjartaaðgerða til að víkka eða opna æðar.
Ekki er mælt með notkun lyfsins við bráðaaðstæður. Það er eingöngu hægt að nota sem fyrirbyggjandi meðferð.